Geggjaður humarréttur!

ATH. Þessi uppskrift miðast við að humarinn sé hafður í aðalrétt en það má líka minnka magnið og bera réttinn fram sem forrétt.

humarHvítlauksristaður humar í raspi

2 kg humarhalar í skel
6 stk. hvítlauksgeirar
300 g smjör
1 dl hvítvín
2 dl rjómi
75 g brauðrasp
1 búnt steinselja
ólífuolía
salt og pipar

Aðferð:

Kljúfið humarhalana í tvennt og fjarlægið görnina.
Afhýðið hvítlauk og skerið smátt.
Saxið steinseljuna smátt.
Hafið smjörið við stofuhita og hrærið því saman við hvítlauk og steinselju.
Raðið humarhölunum á disk, látið mjórri endann vísa inn að miðju og hafið aðeins eitt lag á diskinum.
Setjið olíu á vel heita pönnu.
Takið allan humarinn sem er á diskinum og setjið í einu lagi á pönnuna. Með þessari aðferð tryggið þið að humarinn verði jafnt eldaður.
Steikið í 1–2 mín. Steikingartíminn fer eftir stærð humarsins.
Takið pönnuna af hitanum og hreyfið við humrinum.
Bætið hvítvíni á pönnuna og látið krauma aðeins.
Bætið hvítlaukssmjörinu á pönnuna og bræðið það við vægan hita.
Hellið rjóma á pönnuna og bætið að lokum raspi saman við.
Kryddið með salti og pipar og hrærið öllu vel saman.
Gott er að bera brauð (t.d. snittubrauð) fram með þessum rétti, m.a. til að ná upp allri sósunni sem er einstaklega góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

éG FINN ALVEG ILMINN AF ÞESSU

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband