Heit ostasæla - saumó RÁG 15.05.'08

1/2 samlokubrauð, rifið og án skorpu
1 bréf skinka, smátt skonin
1 dós aspas
200 gr ferskir sveppir + smjör
safi úr 1/2 dós ananas
1 dós sýrður rjómi
2 msk majónes
180 g brie með gráðostarönd
180 g brie með piparrönd
Season All krydd

Aðferð:

Setjið 2/3 af brauðinu í vel murt eldfast fat og setjið aspasinn ofan á. Bleytið brauðið með aspassafanum. Steikið sveppina upp úr smjöri og setjið ofan á. Bætið síðan við smátt skorinni skinku og kryddið aðeins með Season All. Stappið saman brie með gráðostarönd, sýrðan rjóma og majónes og smyrjið yfir. Leggið afganginn af brauðinu þar ofan á og bleytið með ananassafanum. Rífið brie með piparrönd yfir brauðið. Hitið í ofni við 180°C í 20 mín. eða þar til osturinn er orðinn gullbrúnn ofan á.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, takk fyrir þetta:)

AEG (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband