Færsluflokkur: Matur og drykkur

Heit ostasæla - saumó RÁG 15.05.'08

1/2 samlokubrauð, rifið og án skorpu
1 bréf skinka, smátt skonin
1 dós aspas
200 gr ferskir sveppir + smjör
safi úr 1/2 dós ananas
1 dós sýrður rjómi
2 msk majónes
180 g brie með gráðostarönd
180 g brie með piparrönd
Season All krydd

Aðferð:

Setjið 2/3 af brauðinu í vel murt eldfast fat og setjið aspasinn ofan á. Bleytið brauðið með aspassafanum. Steikið sveppina upp úr smjöri og setjið ofan á. Bætið síðan við smátt skorinni skinku og kryddið aðeins með Season All. Stappið saman brie með gráðostarönd, sýrðan rjóma og majónes og smyrjið yfir. Leggið afganginn af brauðinu þar ofan á og bleytið með ananassafanum. Rífið brie með piparrönd yfir brauðið. Hitið í ofni við 180°C í 20 mín. eða þar til osturinn er orðinn gullbrúnn ofan á.


Tvíbakaðar kartöflur

kartafla4 bökunarkartöflur
1 og 1/2 dós sýrður rjómi
2 tsk Dijon sinnep
blaðlaukur
rauð paprika
steikt beikon (skorið í litla bita)
salt og pipar
Mozzarella ostur
oregano

Kartöflurnar bakaðar í gegn og látnar kólna alveg. (Hægt að gera það deginum áður til að flýta fyrir.)

Sýrða rjómanum, sinnepinu og salti/pipar hrært saman og smakkað til.

Síðan saxar maður blaðlaukinn og paprikuna og bætir út í ásamt beikoninu. (Mér finnst fínt að gera þetta líka deginum áður. Þannig nær "jukkið" að brjóta sig og verður bragðmeira fyrir vikið. Það er þó ekki nauðsynlegt.)

Loks er kartöflunum stillt á bretti og efsti hlutinn skorinn af þeim og mest af innvolsinu tekið innan úr þeim. Því er svo blandað saman við "jukkið" og sett aftur í hýðið.  Mozzarellaosti dreift yfir sem og oregano.

Bakað við 190°C í 20-25 mín, eða þangað til heitt í gegn og osturinn gylltur.

Næstum nóg sem máltíð eitt og sér, en líka frábært meðlæti með góðri steik.


Gulrótarkaka

  gulrótarkaka

4 egg

3 dl. sykur

4 dl. hveiti

2 tsk. matarsódi

2 tsk. kanill

2 tsk. vanillusykur

1 tsk. kardimommudropar

2 dl sólblómaolía ( ég notaði ólívuolíu)

6 dl. rifnar gulrætur

uppskriftin er í tvö kringlótt form og bakað í c.a. 40 mín í 175gráðum

krem:

60 gr. smjör (lint)

4 dl. flórsykur

5 msk. rjómaostur

2 tsk. vanillusykur


Geggjaður kjúklingaréttur

kjúlli

2 bakkar kjúklingabringur eða 1 kjúklingur

2 dl. Púðursykur

2. dl. Hvítvín

2. dl. Olía

1.dl. sveskjur

1.dl sólþurrkaðir tómatar

1.dl. svartar olívur

2 lárviðarlauf

1.tsk.Capers

Öllu blandað saman  eldað í ofnfati í hálfa klst. Slökkva á ofninum og

Taka út eftir 15 mín. (alls 45 mín í ofni)

Borið fram með hvítlauksbrauði og fersku salati


Geggjaður humarréttur!

ATH. Þessi uppskrift miðast við að humarinn sé hafður í aðalrétt en það má líka minnka magnið og bera réttinn fram sem forrétt.

humarHvítlauksristaður humar í raspi

2 kg humarhalar í skel
6 stk. hvítlauksgeirar
300 g smjör
1 dl hvítvín
2 dl rjómi
75 g brauðrasp
1 búnt steinselja
ólífuolía
salt og pipar

Aðferð:

Kljúfið humarhalana í tvennt og fjarlægið görnina.
Afhýðið hvítlauk og skerið smátt.
Saxið steinseljuna smátt.
Hafið smjörið við stofuhita og hrærið því saman við hvítlauk og steinselju.
Raðið humarhölunum á disk, látið mjórri endann vísa inn að miðju og hafið aðeins eitt lag á diskinum.
Setjið olíu á vel heita pönnu.
Takið allan humarinn sem er á diskinum og setjið í einu lagi á pönnuna. Með þessari aðferð tryggið þið að humarinn verði jafnt eldaður.
Steikið í 1–2 mín. Steikingartíminn fer eftir stærð humarsins.
Takið pönnuna af hitanum og hreyfið við humrinum.
Bætið hvítvíni á pönnuna og látið krauma aðeins.
Bætið hvítlaukssmjörinu á pönnuna og bræðið það við vægan hita.
Hellið rjóma á pönnuna og bætið að lokum raspi saman við.
Kryddið með salti og pipar og hrærið öllu vel saman.
Gott er að bera brauð (t.d. snittubrauð) fram með þessum rétti, m.a. til að ná upp allri sósunni sem er einstaklega góð.


Hlægilega einföld skyrterta

1 lítil dós skyr.is bláberjaskyr eða KEA vanilluskyr
1 peli rjómi
1 kassi kanilkökur frá LU
Brætt smjör (magn eftir smekk)
Bláberjasulta

luKexið mulið og bráðnu smjörinu blandað saman við.  Blöndunni síðan þrýst í botn á breiðbotna móti (ágætt að nota eldfast mót).

Rjóminn þeyttur og skyrinu blandað saman við.  Þetta er sett ofan á kexblönduna. 

Bláberjasultu smurt ofaná.

Tekur enga stund að gera, en best er samt að gera tertuna kvöldið áður en bera á hana fram, svo kexið nái að blotna aðeins.  Geymist í kæli .. að sjálfsögðu.


Dajm-ísterta AEG saumó mars '05

DajmBotn:

2 eggjahvítur - þeyttar saman
2 dl sykur
1 dl möndur (má sleppa ef vill)

Ís:

1 dl volgt kaffi
4 lítil Dajm (saxa niður og setja út í kaffið)
3 eggjarauður - þeyttar saman
100 g sykur
3-5 dl þeyttur rjómi - settur út í að lokum

Sett í smurt eldfast mót - bakað á 180°C í um 50 mín.

Ostakaka

ostakaka1Botn:

1 poki makkarónukökur

175 g smjör - brætt

 

200 g flórsykur

300 g rjómaostur

1/2 l þeyttur rjómi

 

krem:

1 dós sýrður rjómi - við stofuhita

200 g suðusúkkulaði - brætt og kælt aðeins.

 

Smjörið er brætt og því hellt yfir makkarónukökurnar. Rjómasostur og flórsykur hrært saman og þeytta rjómanum bætt við. Að lokum er sýrða rjómanum og brædda suðusúkkulaðinu blandað saman og sett ofan á. Gott að setja kökuna í smelluform og í frysti.

 


Heitur brauðréttur með ostum og brokkolí

brokkolí1 búnt ferskt brokkolí
Ferskir sveppir
Rauð paprika
Rauðlaukur
Franskbrauð


Byrjið á að steikja spergilkálið í olíu. Látið malla um stund.  Þá er sveppunum, paprikunni og lauknum bætt við og það steikt með.  Ágætt er að krydda þetta aðeins með salti og pipar eða kryddum eftir smekk.  Franskbrauðið er síðan rifið niður og sett ásamt "gumsinu" í eldfast mót og þessu blandað vel saman.

Sósa:
Gullostur
Mexíkóostur
Matreiðslurjómi

Osturinn er bræddur í smá hluta rjómans og svo þegar hann er farinn að bráðna þá er sósan þynnt uns allur rjóminn er kominn út í pottinn. Hellt yfir "gumsið" og haft í dágóða stund í ofni við ca 200°C.  Ath. að hægt er að nota ýmsar gerðir osta s.s. brie eða camembert.

Borið fram með rifsberjahlaupi.


Kaldur brauðréttur með rækjum og Camembert

¾ af niðurskornu brauði
camembert1 lítil dós mayones
1 dós sýrður rjómi
1 stór dós ananas í bitum
500 gr rækjur
Sítrónupipar
Camembert ostur
Vínber
Paprika

1. Rífið brauðið niður án skorpunnar og setjið í skál.
2. Blandið saman mayonesi, sýrðum rjóma, sítrónupipar, rækjum, ananassafa og -bitum.
3. Þessu er hellt yfir brauðið og skreytt með Camenbertosti (sem skorinn hefur verið í bita), vínberjum og papriku.

Gott er að gera réttinn kvöldinu áður en bera á hann fram.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband